Vinaliðaverkefnið komið í gang við Tjarnarstíg

Nýlega fór vinaliðaverkefnið í gang aftur við Tjarnarstíg en nú með breyttu sniði. Það er í höndum fimm nemenda úr 10. bekk að sjá um verkefnið undir leiðsögn Maríu B Leifsdóttur. Tvisvar sinnum í viku er boðið upp á skipulagða hreyfingu í frímínútum inni í íþróttahúsi og hefur mætingin verið mjög góð og stemmingin frábær.