Vinaliðar

Vinaliðar í þakkarferð
Vinaliðar í þakkarferð

Nú hafa vinaliðar farið í sína þakkarferð til Akureyrar þar sem þeir spiluðu keilu og fóru út að borða ásamt Þelármerkurskóla. Hægt er að sjá nokkrar myndir úr þeirri ferð hér.

Þá er búið að velja nýja vinaliða fyrir seinni hluta skólaársins og fóru þeir ásamt vinaliðum úr Glerárskóla á vinaliðanámskeið í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Hér hægra megin á síðunni er svo hægt að fylgjast með hvaða leikir eru í boði en þeir eru uppfærðir á tveggja vikna fresti. Hægt er að sjá myndir af vinaliðanámskeiðinu hér.