Vinaliðaferð

Í morgun fór María Leifsdóttir með vinaliðana af unglingastiginu í þakkarferð fyrir vel unnin störf í Vinaliðaverkefninu við Tjarnarstíg. Farið var til Akureyrar í sund og endað á Greifanum í pizzuveislu og ís. Í vetur var vinaliðaverkefnið við Tjarnarstíg í höndum nokkurra nemenda í 10. bekk sem sáu um leiki fyrir 6. -10. bekk í íþróttahúsinu tvisar sinnum í viku í frímínútum.