- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Á þessum fordæmalausu tímum, sem nú er allt í kring og kemur við okkur öll, fer skólastarf í Grunnskóla Fjallabyggðar óneitanlega nokkuð úr skorðum. Það skipulag sem gefið var út í byrjun vikunnar hefur gengið mjög vel.
Unglingarnir okkar taka nám sitt alfarið í fjarkennslu og hafa þeir verið duglegir að mæta við tölvur sínar og sinna þar því sem þeim er ætlað. Kennarar þeirra eru mjög ánægðir og segja allflesta mæta þar á morgnana og skila sínu.
Hvað varðar skólahópana sem sækja skóla í sinum byggðarkjarna er ástandið þar gott. Við reynum að halda hópunum aðskildum og eru tveir til þrír starfsmenn með hvern hóp frá því að hann kemur og þar til hann fer heim.
Fyrirtækið Höllin sem sér um hádegismatinn hefur mætt þörfum okkar á alveg einstakan hátt þannig að við getum haldið hádegismat inni. Hver hópur fær mat sinn í sér ílátum að sinni stofu og starfsmenn hópsins sjá um að deila mat til barna. Við gætum þurft að gera smávægilegar breytingar á matseðli svo að þetta takist hjá okkur.
Við munum halda áfram sama skipulagi næstu viku ef ekkert breytist í þjóðfélaginu sem kallar á enn harðari aðgerðir varðandi Covid-19 veiruna.
Við höldum áfram að vera dugleg að eiga samskipti í gegnum tæknina svo að allir fái að fylgjast með því sem er að gerast í skólanum. Við viljum biðja foreldra og forráðamenn að vera í sambandi við skólann og umsjónarkennara varðandi námsgögn til þess að hafa heima því mjög brýnt er að haldið sé vel um nám barna sem fer fram heima og að foreldrar kalli eftir námsgögnum frá skóla.
Við viljum benda fólki að margt er til á rafrænu formi sem hentar vel til heimakennslu og aðgengilegt á netinu:
www.kennarinn.is
www.laesisvefurinn.is
Ritunarvefurinn
www.mms.is
Mynndmenntavefurinn
Upplestur úr bókinni Bíttu á jaxlinn Binna mín
Upplestur úr Disney bókum og skemmtileg verkefni
Með kveðju,
Grunnskóli Fjallabyggðar
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880