- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Í Grunnskóla Fjallabyggðar eru ýmsir skemmtilegir valáfangar sem nemendum er boðið upp á að hverju sinni. Margir eru rótgrónir en alltaf er reynt að bæta við einhverjum nýjungum svo að nemendur geti fengið að kynnast sem fjölbreyttustu verkefnum og viðfangsefnum hverju sinni.
Þessa önn er verið að bjóða upp á tilraunaáfanga í fab-lab. Fab-lab er stytting á hugtakinu ,,fabrication laboratory” sem er þýtt yfir á íslensku sem stafræn smiðja. Hugmyndin með fab-lab er að nemendur geta fengið tækifæri til þess að láta ýmsar hugmyndir sínar verða að veruleika með því að prufa, gera og þróa sig áfram með ýmis verkefni.
Nemendur úr 8. 9. og 10. bekk sem eru í valáfanganum undir handleiðslu Brynhildar Reykjalín hafa undafarnar vikur verið að vinna að ýmsum hugmyndum og unnið að þeim í skólanum. Í dag fóru nemendur í vettvangsferð í Fab-lab smiðju sem staðsett er í Verkmenntaskólanum á Akureyri til þess að prufa verkefnin sín og ,,prenta þau út”.
Forstöðumaður Fab lab smiðjunnar, Jón Þór Sigurðsson tók á móti þeim og kynnti fyrir þeim, þau tæki og tól sem eru staðsett í Fab-labinu. Meðal þess sem þau fengu kynningu á voru þrívíddaprentarar, fræsari til að fræsa út rafrásir, laserskurðarvélar sem bæði skera út og prenta og er hægt að nota ýmis efni í hana s.s. plast, tré, gler og fl. Einnig fengu þau kynningu á vínylskerara en í honum er hægt að búa til t.d. límmiða og ýmsar fatamerkingar.
Eftir að kynningunni lauk fengu þau öll að ,,prenta“ út eitt af þeim verkefnum sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Efnið sem þau notuðu voru eins fjölbreytt og verkefnin sjálf en sumir prentuðu sér merkingu á fatnað sem þau voru með meðferðis, aðrir gerðu sér skrautmuni úr plasti, fræsað (rastað) var út í tré, og búnar voru til lyklakippur.
Ferðin var á allan hátt mjög skemmtileg og farið verður að vinna að nýjum og spennandi verkefnum eftir páska þar sem að vonast er til að grunnskólinn geti verið í samvinnu við ýmis fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð. Þannig geti nemendur fengið að nýta þau tæki og þekkingu sem er til staðar á svæðinu og þannig eflt nýsköpun í bæjarfélaginu.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880