- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Einn af föstum liðum ljóðahátíðarinnar Haustglæður er ljóðasamkeppni hjá nemendum í 8. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Ungmennafélagið Glói og Ljóðasetur Íslands standa að hátíðinni. Farin hefur verið sú leið að nemendur nota listaverk sem kveikjur að ljóðum og hafa verk í salarkynnum Menntaskólans á Tröllaskaga verið nýtt sem andagift undanfarin ár.
Í byrjun desember urðu til um 70 ljóð hjá nemendum þessara bekkja, eftir heimsókn í MTR, og 5 manna dómnefnd vó þau síðan og mat. Fjögur ljóð fengu atkvæði meirihluta dómnefndar og voru höfundar þeirra verðlaunaðir í dag á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.
Að þessu sinni voru höfundarnir fjórar dömur, þrjár úr 10. bekk: Aliki Mavreli, Amalía Þórarinsdóttir og Ronja Helgadóttir og svo Laufey Petra Þorgeirsdóttir úr 8. bekk. Fengu þær að launum ljóðabækur og gjafabréf frá veitingastaðnum Torginu á Siglufirði (frétt fengin af heimasíðu Ljóðaseturs Íslands).
Svartar dyr
Á bak við svartar dyr
er ónýt sál með lítið hjarta.
Þú sem ert þar
finnur fyrir því sama
en um leið og þú finnur leiðina út
færir það þér von.
Ronja Helgadóttir 10. bekk
Táslur
Breiðar, mjóar, feitar táslur.
Táslur í vatni, táslur á landi,
táslur í hrauni og táslur í mosa.
Táslur í fjallgöngu,
táslur í stuði
og táslur í sveittum sokkum.
Laufey Petra 8. bekk
Fallegur dagur
Ég sit hjá fallegu tjörninni,
það er gott veður,
sólin skín skært,
tjörnin er silkislétt.
Ég teygi höfuðið yfir vatnið
og sé spegilmynd mína,
en þetta er ekki ég.
Hver er ég?
Amalía Þórarinsdóttir 10. bekk
Græna engið
Vildi að ég gæti verið eins frjáls og fuglarnir.
Blár himininn speglast í sjónum.
Þegar ég leit á engið urðu augu mín græn.
Á hverjum morgni
vaknaði ég með þá hugmynd
að taka í hönd þína
og ganga með þér þessi fjöll.
Tína okkur blómvönd,
synda í fallegum sjónum
og borða svo
það sem náttúran hefur gefið okkur.
Staldraðu við
og þú munt átta þig á
hversu falleg móðir náttúra er.
Aliki 10. bekk
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880