Vel heppnuð vorhátíð

Nemendur í 1. og 2. bekk við Norðurgötu
Nemendur í 1. og 2. bekk við Norðurgötu

Nú er lokið árlegri vorhátíð yngri nemenda við skólann en í kvöld stigu u.þ.b. 120-130 nemendur á svið í Tjarnarborg og léku fyrir fullu húsi. Hátíðin hófst að venju á söngsal þar sem allir nemendur í 1. -7. bekk komu fram í einu á sviðinu og sungu þrjú lög. Þema kvöldsins voru síðan verk eftir H.C Andersen og mátti sjá allskyns kynjaverur bregða fyrir. Bak við skemmtun sem þessa liggur mikil vinna og undirbúningur og það er sannarlega ekki fyrir hvern sem er að standa frammi fyrir fullu húsi og leika. Nemendur stóðu sig með mestu prýði bæði á nemendasýningunni í morgun sem og sýningunni í kvöld. Myndir af nemendasýningunni í morgun er hægt að sjá hér.