- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Í gær, miðvikudaginn 19. október, var haldinn fundur í Tjarnarborg, þar sem fulltrúar frá fíkniefnateymi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru með fyrirlestur um forvarnir. Fundurinn var haldinn að frumkvæði foreldra og var ætlaður foreldrum nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR. Mjög góð mæting var á fundinn en alls mættu rúmlega 80 foreldrar.
Fulltrúar lögreglunnar fóru yfir helstu efni sem eru í umferð og sýndu tæki og tól sem gjarnan eru notuð við fíkniefnaneyslu. Einnig fóru þeir yfir helstu atriði sem breytast í fari unglinga þegar þeir eru að byrja að fikta við neyslu fíkniefna og hvað foreldrar ættu helst að hafa í huga ef grunur leikur um að barna þeirra sé farið að neyta fíkniefna. Fundurinn var mjög góður og voru fjölmargar fyrirspurnir úr sal.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880