Úrslit úr undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudagskvöldið 26. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Þrír fulltrúar skólans voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. mars kl. 14. Þeir nemendur sem valdir voru eru Oddný Halla Haraldsdóttir, Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir og Júlía Birna Ingvarsdóttir. Varamaður er Helgi Már Kjartansson. Við óskum þeim góðs gengis á fimmtudaginn. Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér.