Uppbyggingarstefnan

Nú á dögunum fóru starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar á námskeið og rifjuðu upp aðferðir Uppbyggingarstefnunnar sem hefur verið leiðarljós Grunnskóla Fjallabyggðar frá upphafi. Uppbyggingarstefnan eða Uppeldi til ábyrgðar, eins og hún hefur einnig verið kölluð hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Aðferðin nýtist við bekkjarstjórnun þar sem allir fá að vaxa og njóta sín.                                                                                                                                   

Á myndinni eru nemendur í 2. bekk að læra ýmis orð og skilgreiningar með því að spila  "Gefa - taka" sem búið var til á þemadögum í skólanum fyrir nokkrum árum.