- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Þriðjudagskvöldið 22. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni.
Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá hófst ræktunarhluti keppninnar, nemendur hafa verið að æfa sig síðan þá og lýkur með lokahátíð í hverju hérðaði í mars.
13 nemendur í 7. bekk tóku þátt í undankeppninni í gær og stóðu þau sig öll vel. Valdir voru þrír fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Bergi, Dalvík miðvikudaginn 2. mars nk. Þeir nemendur sem valdir voru eru Eyjólfur Svavar Sverrisson, Tinna Elísa Guðmundsdóttir og Birna Björk Heimisdóttir. Varamaður er Sigrún Ólfjörð Daníelsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis.
Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880