Tónleikar

Mynd frá Tónleikunum við Tjarnarstíg
Mynd frá Tónleikunum við Tjarnarstíg

Í morgun voru haldnir frábærir tónleikar í báðum skólahúsum.

Yfirskrift tónleikanna er Fiðla og fótstigið. Um er að ræða fræðandi, skapandi og aðgengilegt tónleikaprógram sem ætlað er nemendum á leik-, grunn- og framhaldskólaaldri. Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti og harmóníumleikari flytja tónlist eftir mörg af þekktustu tónskáldum veraldar í nýjum búningi þar sem útsetningar og spuni setja létta stemmningu og gera tónlistina enn aðgengilegri hlustendum. Leitast er við að ná fram þjóðlegir áferð en flytjendur eru í þjóðbúningum og notast jafnframt við skjávarpa þar sem myndum og fræðslu frá viðeigandi tónlistartímabilum er varpað upp. Hlustendur eru vikrir þátttakendur í tónleikunum meðal annars með söng og klappi. Um er að ræða sjálfsprottið starf sem stuðlar að fjölbreyttari menningarstarfi sem sniðið er sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Með tónleikunum vilja flytjendur auka áhuga á klassískri tónlist og ala upp hlustendur og leikendur þess konar tónlistar. Ferðast var í grunnskóla Akureyrar vorið 2015 og vöktu tónleikarnir mikla hrifningu meðal nemenda og kennara