Tilkynning frá Hópferðabifreiðum Akureyrar

Hópferðabifreiðar Akureyrar harma þau mistök sem urðu í skólaakstri sl. föstudagsmorgun þegar nokkrir nemendur grunnskólans fóru fyrir misskilning með fylgdarbíl í skólann en ekki skólarútunni. Ábyrgðin er alfarið okkar og munum við tryggja að slíkt hendi ekki aftur. Hlutaðeigandi aðilar eru beðnir innilega afsökunar.

F.h. Hópferðabifreiða Akureyrar
Ingi Rúnar Sigurjónsson.