Þroskaþjálfi óskast til starfa

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa. Um er að ræða 75% stöðu með möguleika á stækkun í 100%

Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með rúmlega 200 nemendur.

Starfsstöðvar eru tvær. Í Ólafsfirði eru nemendur 6.-10 bekkja en á Siglufirði eru nemendur 1.-5. bekkja.

Í Fjallabyggð búa 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð  má finna á www.fjallabyggd.is

 

Gildi skólasamfélagsins eru:  Kraftur - Sköpun – Lífsgleði

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kemur að þjálfun einstaklinga
  • Veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila
  • Kemur að gerð einstaklingsnámskráa
  • Stjórnar og skipuleggur teymisfundi
  • Kemur að daglegri umsjón og skipulagi í sérhæfðri þjónustu

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Starfsréttindi þroskaþjálfa
  • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
  • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
  • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 19. október.

Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið erlag@fjallaskolar.is

Heimasíða skólans er http://grunnskóli.fjallabyggd.is og sími 4649150.

Nánari upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri í síma 8652030 eða í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.