Þorrablót við Tjarnarstíg

Í hádeginu í dag var haldið þorrablót við Tjarnarstíg. Nemendur fengu að smakka harðfisk, hrútspunga, hákarl og annan þorramat en flestir fylltu þó magann af grjónagraut og slátri. Ave Kara kom og spilað á harmonikku og sungin voru þorralög undir borðhaldi. Það var því líflegur matartími í dag við Tjarnarstíg og hér er hægt að sjá myndir af yngsta stiginu á sínu þorrablóti.