Þorrablót við Norðurgötu

Á dögunum var haldið þorrablót hjá krökkunum í 1.-4. bekk við Norðurgötu. Komið var saman í íþróttasalnum með þorrakræsingar að heiman, sungin nokkur þorralög við undirleik Tóta kennara og nokkrir eldri borgarar komu í heimsókn. Tækifærið var einnig notað til að halda upp á það að krakkarnir eru búnir að vera 100 daga í skólanum þetta skólaár og því var blásið til 100 daga hátíðar.