Þorrablót

Þorrablót var haldið við Norðurgötu eins og hefð hefur verið undanfarin ár. Þá koma krakkarnir með þorranesti og í hádeginu var boðið uppá  grjónagraut með slátri. Í síðasta tímanum hittust svo allir í 1.-5. bekk og sungu þorralögin og tvö kvæðalög, Vatnsdælingastemmu og Yfir kaldan eyðisand. Svo var auðvitað marserað í lokin.