Þorrablót

Í morgun var haldið þorrablót hjá yngsta stiginu á Siglufirði og 1.- 2. bekk á Ólafsfirði. Nemendur höfðu skreytt hjálma í anda víkinga og sungu þorralög yfir þorranestinu sínu. Hér má sjá myndir úr báðum skólahúsum.