Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Þorgrímur les á sal skólans við Hlíðarveg
Þorgrímur les á sal skólans við Hlíðarveg
Í dag heimsótti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson Grunnskóla Fjallabyggðar.  Í morgun hitti hann nemendur yngri deildanna og las fyrir þá úr bók sinni Ertu Guð, afi? en fyrir hana hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu ári.  Var lestrinum afar vel tekið.  Eftir hádegi heimsótti hann svo nemendur eldri deildarinnar og las fyrir þá úr nýjustu bók sinni, sem heitir Þokan, en hún kemur út í næstu viku.  Nemendur voru mjög spenntir yfir lestrinum og hlustuðu af athygli.  Greinilegt að hér er um spennandi bók að ræða.