Sungið til sólarinnar

Í gær sungu nemendur yngra stigs lög til sólarinnar. Sú hefð hefur haldist til margra ára að syngja til sólarinnar á sólardegi Siglufjarðar og hélst sú hefð eftir að yngra stig skólans, Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust í skólahúsinu á Siglufirði.  Fyrsti sólardagur í Ólafsfirði er 25. janúar en 28. janúar er sólardagur Siglfirðinga. Á þeim degi leggjum við leið okkar upp að kirkjutröppum og syngju sólarlög.

Þau lög sem börnin syngja eru m.a. Til sólarinnar, texti eftir Hannes Jónasson, erlent lag ásamt mörgum öðrum lögum. En nýjasta sólarlagið sem við höfum flutt er yndislegt kvæði sem Ingólfur frá Prestbakka samdi til Siglufjarðar og gerði Þórarinn Hannesson kennari þá við grunnskólann og núverandi kennari Menntaskólann á Tröllaskaga lag við þann texta. Þegar yngra stigið sameinaðist samdi Guðný Róbertsdóttir kennari við skólann, ljóð um sólina í Ólafsfirði. Þetta eru falleg erindi sem við ætlum að leyfa ykkur að hlusta á hér og textinn fylgir.

Hægt er að hlusta á lagið HÉR með fréttinni og sjá myndir

Sól er yfir Siglufirði

Sól er yfir Siglufirði

sumarheið og skær,

blálygn sundin, bjartur spegill

bliki á þau slær.

Fjöllin eins og varnarvirki

vaka nær og fjær.

(Ingólfur frá Prestbakka/Þórarinn Hannesson)

 

Sól er yfir Ólafsfirði

Sól er yfir Ólafsfirði

Öllum gleði ljær,

blálygnt vatnið, bjartur spegill

bliki á það slær.

Inn með firði fjöllin vaka

fannhvít nær og fjær.

Inn með firði fjöllin vaka

fannhvít nær og fjær.

(Breytt og staðfært Guðný R.)