Sungið til sólarinnar

Samkvæmt venju fjölmenntu nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði á kirkjutröppurnar og sungu til sólarinnar á sólardegi Siglfirðinga, þann 28. janúar. Fjölmargir íbúar komu út af vinnustöðum sínum til að hlýða á kraftmikinn sönginn hjá krökkunum, en uppistaðan í söngdagskránni eru siglfirsk lög sem tengjast sólarkomunni. Eina sem vantaði var að heiðursgesturinn sjálfur léti sjá sig, þ.e. blessuð sólin.