- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Grunnskóli Fjallabyggðar fékk styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn skal nýttur í að þjálfa kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur að verðmæti allt að kr. 150.000. Einnig fær skólinn afhentar 10 tölvur frá sjóðnum að andvirði kr. 650.000. Alls fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum og skuldbinda skólarnir sig með styrknum til að hafa forritun sem hluta af námskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins og frá stofnun hans árið 2014 hefur verið úthlutað til skóla landsins styrkjum fyrir ríflega 40 milljónir króna.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880