Styrkur frá nemendum 6.-10.bekkjar afhentur í dag

Í dag var Sigurboganum, styrktarsjóði Sigurbjörns Boga Halldórssonar, afhentur styrkur frá nemendum 6.-10.bekkjar að upphæð 697 þúsund krónum.

Upphæðin safnaðist með áheitahlaupi nemenda og voru það Sigurbjörn Bogi og Bryndís móðir hans sem veittu styrknum móttöku.