Starfsdagur mánudaginn 16.mars

Líkt og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra fyrir stundu verður sett á fjögurra vikna samkomubann á landinu frá 15. mars þ.e. aðfaranótt mánudags. Starf grunnskóla verður áfram heimilt. 

Starfsdagur verður í Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16.mars til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkunin nær til og undirbúið breytingar.

Breytingar á skipulagi skólastarfs verða kynntar foreldrum með fréttum og tölvupósti þegar þær liggja fyrir á mánudag.