Staða stuðningsfulltrúa laus

 

75% staða stuðningsfulltrúa er laust til umsóknar, þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Stuðningsfulltrúastarf felur í sér aðstoð við nemanda/nemendur og gæslu. Vinnutími kl. 8.00-14.30.

Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri í síma 4649150/8652030 eða í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á erlag@fjallaskolar.is: umsóknarfrestur er til og með

7. nóvember.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Grunnskóli Fjallabyggðar var stofnaður haustið 2010. Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur - Sköpun - Lífsgleði

Starfstöðvar eru tvær, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar og Olweusarstefnu gegn einelti.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/