Skyndihjálparkynning

Síðastliðna viku kom Harpa Hlín Jónsdóttir frá Rauða krossi íslands og heimsótti nemendur skólans og kynnti fyrir þeim helstu atriði varðandi skyndihjálp. Nemendur sýndu  kynningunni mikinn áhuga og voru dugleg að fylgjast með og spreyta sig við hjartahnoð. Hér er hægt að sjá myndir sem voru teknar við Tjarnarstíg fyrr í vikunni.