Skólasýning sl. miðvikudag

Seinnipartinn sl. miðvikudag var haldin skólasýning í báðum húsum skólans þar sem nemendur sýndu gestum hluta af þeirri vinnu sem þeir hafa unnið að í vetur. Margt var um manninn og voru nemendur með uppákomur í stofunum og 9. bekkur sá um kaffisölu í báðum húsum. Hægt er að sjá nokkra myndir úr Norðurgötunni hér og Tjarnarstíg hér.