Skólastjóraskipti

Erla Gunnlaugsdóttir tekur við starfi skólastjóra
Erla Gunnlaugsdóttir tekur við starfi skólastjóra

Nú um mánaðarmótin urðu skólastjóraskipti hjá okkur er Jónína Magnúsdóttir lét af störfum og afhenti Erlu Gunnlaugsdóttur lyklavöldin. Um leið og við þökkum Jónínu fyrir samstarfið á liðnum árum og framlag hennar til menntamála í Fjallabyggð óskum við henni velfarnaðar á nýjum stað.