- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Skólasetning verður föstudaginn 21. ágúst með þessum hætti:
Nú er nýtt skólaár að hefjast og enn erum við í sömu stöðu og við vorum í vor, Covid ástandi. Þessi tími setur okkur skorður sem gerir það að verkum að við bjóðum ekki foreldra/forráðmenn með nemendum á skólasetningu. Við viljum reyna að takmarka umgengni í skólahúsunum að mestu við starfsmenn og nemendur og biðjum aðra um að reka erindi sín símleiðis eða rafrænt ef hægt er.
Einstaklingsviðtöl verða hjá 1.bekk, föstudaginn 21.ágúst. Viðtalsboðun verður send heim á foreldra.
2.- 5. bekkur mætir í skólahúsið við Norðurgötu kl. 8:30 og fer heim kl. 10:00
6.-10. bekkur mætir í skólahúsið við Tjarnarstíg kl. 9:00 og fer heim kl. 10:30
Kennarar munu taka á móti nemendum í bekkjarstofum og eiga stund með þeim þar. Þeir fara yfir stundatöflu og aðrar almennar upplýsingar sem nemendur þurfa í upphafi skólaárs, afhenda gögn sem þurfa að fara heim og fleira sem þarf til þess að hefja skólastarf. Kennarar senda síðan upplýsingar heim til foreldra með útskýringum á stundaskrá og því sem foreldrar þurfa að vita. Fjallabyggð útvegar nemendum ritföng og bækur.
Rútuferðir í tengslum við skólasetningu:
Yngra stig – skólabíll fer frá Tjarnarstíg kl. 8:05 og til baka frá Norðurgötu kl. 10:00
Eldra stig – skólabíll fer frá Norðurgötu kl. 8:30 og til baka frá Tjarnarstíg kl. 10:30
Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Starfsfólk skólans.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880