Skólalok

1. bekkur í Fjallabyggð
1. bekkur í Fjallabyggð

Þá eru nemendur okkar farnir út í sumarið eftir góðan útivistardag í gær og einungis skólaslitin á mánudaginn eftir. Síðasti kennsludagurinn var að venju útivistar og leikjadagur og lék nú veðrið aldeilis vel við okkur að þessu sinni. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var fyrir nemendur í 1. -9. bekk og allir gátu fundið sér eitthvað við hæfi. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega skóladegi.

Fyrr í vikunni var umhverfisdagur við Tjarnarstíg þar sem bekkirnir voru stokkaðir upp og blandaðir hópar sendir út að hreinsa umhverfið. Nemendur komu svo til baka með í myndatöku með afraksturinn og fengu skúffuköku og djús að launum. Hér má sjá myndir frá deginum.