Skólahreysti

Lið Grunnskóla Fjallabyggðar
Lið Grunnskóla Fjallabyggðar

Í gær fór unglingastigið til Akureyrar á skauta og síðan var farið í íþróttahöllina að fylgjast með Skólahreystikeppninni. Fyrir hönd skólans kepptu þau Hrannar Snær, Aron, Sunneva Lind og Ásdís Ósk en þau eru öll í 10.bekk. Liðið stóð sig með sóma og hafnaði í 7. sæti. Hægt er að sjá myndir frá ferðinni hér.