Skólahópur frá Leikhólum heimsækir 1. og 2. bekk.

Í hríðarveðrinu á Ólafsfirði komu galvaskir 5 ára leikskólakrakkar í heimsókn og fengu að fara í tíma með 1.og 2. bekk. Drengirnir fóru í matreiðslu með 2. bekk en stúlkurnar fóru í textílmennt með 1. bekk. Þetta er önnur heimsókn leikskólakrakkana þar sem þeir fá að prufa að fara í verkgreinatíma með 1. og 2. bekk og var þetta afskaplega skemmtilegasta stund fyrir alla. Myndir af heimsókninni má sjá hér