Skólabyrjun - kynningarfundir fyrir foreldra

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð hefur verið stofnaður og tekur hann við af Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Kynningarfundir fyrir foreldra verða 24. ágúst í Ólafsfirði og 25. ágúst á Siglufirði.

Nemendur mæta í skólann miðvikudaginn 1. september. Þá hitta þeir umsjónarkennara sína og taka á móti stundatöflum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu 2. september.