Skólaakstur eftir opnun Héðinsfjarðargangna

Alla daga er farið frá barnaskólahúsinu í Ólafsfirði kl. 8.20 og hefst kennsla í unglingadeild kl. 8.50. Ferðir um göngin verða nokkrar daglega frá skólahúsinu Hlíðarvegi og ættu flestir nemendur  að ná heimferð til Ólafsfjarðar stuttu eftir að skóladegi þeirra lýkur. Heimferðir eru sem hér segir:  Mánudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Þriðjudagur: kl. 13.50, 15.25 og 16.30  Miðvikudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Fimmtudagur: kl. 13.50, 15.25 og 16.30  Föstudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Fleiri ferðir eru í boði eins og sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins   http://www.fjallabyggd.is/