Skíðadagur í dag og á morgun

Í dag, miðvikudag, fóru nemendur 1.-4. bekkjar í Ólafsfirði á skíði í Tindaöxl. Mikið var um fjör hjá krökkunum og skemmtu þau sér mjög vel og komu sæl og rjóð aftur í skólann um hádegisbilið. Á morgun, fimmtudag, munu síðan nemendur 5.-7. bekkjar fara á skíði í Skarðið á Siglufirði.