Skíðadagur í dag

Í morgun var skíðadagur hjá miðstiginu. Nemendur mættu í Siglufjarðarskarð í blíðskaparveðri og áttu svo sannarlega skemmtilegan og góðan dag þar sem margir spreyttu sig á nýjum hlutum. Hægt er að sjá myndir sem teknar voru í Skarðinu hér.

Allur 3. og 4. bekkur sameinaðist svo í Tindaöxl í morgun þar sem Skíðafélag Ólafsfjarðar tók á móti þeim með skíðakennslu. Skíðafélagið hefur boðið 1.-4. bekk að koma nokkra morgna í Tindaöxl og fá skíðakennslu og er það vissulega spennandi framtak hjá félaginu og þökkum við kærlega fyrir það.