Skemmtileg stund á bókasafninu


Miðvikudaginn 22. október var bókakynning á Bókasafni Fjallabyggðar. Nokkrir nemendur úr 5. bekk lásu úr bókinni Minni líkur, meiri von eftir Marjolijn Hof og sagt var frá nýjustu bók hennar. Þetta samstarf bókasafnsins og grunnskólans tókst einstaklega vel. Krakkarnir völdu skemmtilega kafla til að lesa upp og fengu hrós frá áheyrendum. Á myndinni eru frá vinstri: Hrönn, Halldóra Helga, Sigurlaug Ragna, Patrycja, Tómas Orri, Marjolijn, Margrét Brynja, Dómhildur Ýr og Anna Brynja.