Sigi's boat

Nú í Október hófst samstarf á milli  grunnskólans, tónskólans og Listhúss Fjallabyggðar með verkefni sem kallast Sigi‘s boat. Sigrid Keunen  fiðluleikari frá Belgíu kemur í tónmenntatíma ásamt tónlistarkennara og leggur verkefnið fyrir nemendur. Sigi‘s boat er 4 metra langt tré sem er ekki á sjó heldur inni í kennslustofunni og er í rauninni þrep fyrir nemendur til að búa til sína eigin sögu, semja og skapa tónlist við söguna.  

Í lok október munu nemendur svo sýna afrakstur verkefnisins.

Nánar auglýst síðar.

Á heimasíðu listhússins er hægt að sjá myndir og frekari upplýsingar.