Göngur

Í dag var gengið eftir rollum austanmegin í Ólafsfirði og voru þær síðan reknar í gegnum bæinn í réttirnar vestanmegin við Ósinn. Að venju tók stór hluti eldri nemenda þátt í göngunum sjálfum en um hádegi drifu svo aðrir nemendur sig út í blíðuna og hjálpuðu til við að reka féð í gegnum bæinn.