Rauðhetta í 2. bekk

Nemendur 2. bekkjar á Siglufirði settu á dögunum upp leikritið um Rauðhettu, léku þau það fyrst fyrir vini sína í 1. bekk og síðan fyrir foreldra.  Það var mikill spenningur í lofti fyrir sýninguna en allir stóðu sig vel þegar á hólminn kom og fengu mikið og gott lófaklapp frá áhorfendum sem skemmtu sér hið besta. Ein daman í bekknum tók að sér að vera "sminka" og málaði leikarana í framan og var þetta bara alveg eins og í alvöru leikhúsi.