Pangea Stærðfræðikeppni

Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppni sem haldin er nú í þriðja sinn á Íslandi. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungi fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. Það er gaman að segja frá því að ellefu nemendur úr 8. bekk og níu nemendur úr 9. bekk komust áfram í aðra umferð keppninnar sem fór fram í morgun. Krakkarnir stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Lokaumferðin fer fram í Reykjavík 17. mars n.k og verður spennandi að sjá hvort við munum eiga fulltrúa þar.