Ólympíuhlaup ÍSÍ lokið

Nemendur 6.-10.bekkjar hlupu í dag Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Alls voru það 79 nemendur sem tóku þátt og hlupu þeir samtals 655 km. Veðrið lék við hlauparana, hlýtt var í veðri, logn og smá rigning. Sem sagt fullkomið hlaupaveður. Nú á næstu dögum munu svo krakkarnir innheimta áheitin sem þeir söfnuðu.