Njótum þess að vera ólík og allskonar - Hönd í hönd

 Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna!

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars.    Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ungt fólk. Í morgun tóku krakkarnir í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í skemmtilegu verkefni sem fólst í því að fara út fyrir skólabygginguna og leiðast hönd í hönd í kringum hana og þannig standa saman með margreytileika í okkar samfélagi.  Skólahópur Leikskóla Fjallabyggðar var í heimsókn og slógust börnin í hópinn. Fleiri myndir hér: