Nemendur Grunnskólans sigruðu í hönnunarkeppni félagsmiðstöðva.

S.l. helgi fóru þær Sunna Karen Jónsdóttir, Birna Björk Heimisdóttir og Cristina Silvia Cretu til Reykjavíkur og tóku þátt í Stíl 2018 undir handleiðslu Brynhildar Reykjalín Vilhjálmsdóttur. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi en þar var keppt milli félagsmiðstöðva  í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema, þemað í ár var Drag. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina enda með glæsilega hönnun og fengu þær mikið lof fyrir vel unnið verk. Til hamingju með glæsilegan árangur.