Náttúrufræði hjá 4. bekk.

Fuglaskoðun var á dagskrá hjá 4. bekk SK á góðum degi í maí. Farið var fram á fjörð þar sem góðar aðstæður eru til að skoða fuglana, þeir voru í fæðuöflun á Leirunum. Margar tegundir sáust, jaðrakar, lóur, sandlóur, stelkar, gæsir og ýmsar andartegundir að ógleymdum álftunum.  Krakkarnir höfðu vonast til að sjá merkta jaðrakana, en af öllum þeim sem þeir sáu var enginn merktur. 

4. bekkur SK