Myndbandakeppni 66°NORÐUR

Síðustu misseri hefur staðið yfir myndbandakeppni 66°NORÐUR og er nú hafin netkostning þar sem valið er besta myndbandið. Nokkrir nemendur Grunnskólans tóku þátt í keppninni og hvetjum við alla til að kíkja á myndböndin og taka þátt í kostningunni á http://www.66north.is/

Í ár er keppnin samstarfsverkefni milli 66°NORÐUR og Sony Center. Þema keppninnar í ár er óveður og er keppendum í sjálfsvald sett hvernig þeir útfæra myndböndin sín og tengslin við óveður. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir vinningsmyndböndin og mun bæði skóli vinningshafa og vinningshafinn/arnir sjálfir njóta þeirra. Skóli vinningshafa fær til eigna veglega myndbandsupptökuvél frá Sony Center sem hægt er að nota til kennslu eða til þess að taka upp viðburði við skólann og þátttakendurnir fá fatnað frá 66°NORÐUR.