Nýtt leiktæki á skólabalann.

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans við Norðurgötu á Siglufirði glöddust og sameinuðust í stórum vinahring á skólalóðinni í dag 8. september þegar nýtt leiktæki var formlega tekið í notkun. Þetta skemmtilega leiktæki er minningargjöf um Svölu Dís Guðmundsdóttur, góðan félaga og vinkonu. Krakkarnir eiga eftir að njóta þessarar góðu gjafar í framtíðinni. Við þökkum fjölskyldu Svölu Dísar kærlega fyrir.