Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær lauk Stóru upplestrarkeppninni með lokahátíð í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Þar komu saman keppendur frá fimm skólum á Eyjafjarðarsvæðinu, Grunnskóla Fjallabyggðar, Dalvíkurskóla, Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla og Grenivíkurskóla. Fyrir okkar hönd kepptu þær Embla Þóra Þorvaldsdóttir og Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir og stóðu þær sig með stakri prýði. Það var á höndum Grenivíkurskóla að sjá um keppnina í ár og gerðu hann það með miklum myndarbrag. Næsta skólár verður keppnin haldin hér í Fjallabygg.