Líf og fjör í frímínútum

Nú þegar snjórinn hefur loksins látið sjá sig er sko aldeilis líf og fjör í brekkunni við Tjarnarstíginn. Nemendur þeysast út með þoturassana og eyða frímínútum í að hlaupa upp brekkuna og renna sér niður. Vinaliðarnir eru að sjálfsögðu á sínum stað í löngu frímínútum og stjórna leikjum og jafnvel keppni eins og hver fer hraðast niður brekkuna.