- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Myndbandasamkeppnin Siljan er komin í gang í sjötta sinn en markmið hennar er að efla lestraráhuga barna og unglinga. Keppnin er tilvalið verkefni fyrir fjarkennslu og heimaskóla því nemendur vinna sjálfstætt með bókmenntir, sköpun og tækni.
Barnabókasetur Íslands og Borgarbókasafnið í Reykjavík standa að keppninni í ár.
Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Allir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk geta tekið þátt með því að senda inn 2-3 mínútna myndband um nýja barna- eða ungmennabók á íslensku. Þannig kallar Siljan 2020 eftir myndböndum um bækur gefnar út 2017-2019. Myndböndin úr fyrri keppnum eru aðgengileg á youtube og á leitarvef bókasafnanna, gegnir.is
Verkefnið er einfalt:
-Velja bók
– lesa bók
– taka upp myndband á síma eða ipad (snúa þversum).
-Vista myndbandið á netinu (takmarka aðgengi). Senda slóðina á barnabokasetur@unak.is með upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda og netfang forráðamanna.
Ef ykkur vantar hugmyndir af bókum til að lesa og gera myndbandið bendum við á heimasíðu okkar Námsfjallið:
Smelltu HÉR til þess að fá hugmyndir af bókum fyrir 5.-7.bekk
Smelltu HÉR til þess að fá hugmyndir af bókum fyrir 8.-10.bekk
Skilafrestur er til 30. apríl.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880